fbpx
OK

Fram sigraði Fylki

FlottirFram og Fylkir mættust í æfingaleik á Framvellinum í Safamýri í kvöld. Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Aron Bjarnason fyrsta mark leiksins fyrir Fram snemma leiks áður en Einar Már Þórisson bætti tveimur mörkum fyrir heimaliðið. Fylkismenn náðu að rétta sinn hlut í seinni hálfleik með tveimur mörkum en komust ekki nær og Fram sigraði því 3-2.
Ögmundur Kristinsson markvörður og fyrirliði Fram var mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld, í bili að minnsta kosti, því hann fer á reynslu til skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell á sunnudag og verður þar í viku. Motherwell er sem stendur í 3. sæti skosku úrvalsdeildarinnar en félagið hefur lýst miklum áhuga á að fá Ögmund í sínar raðir.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email