fbpx
Hekla gegn Fylki vefur

FRAM – ÍBV á þriðjud. kl. 19:30

Fram-ÍBV- Olis 2 - 260913Meistaraflokkur kvenna leikur á þriðjud. þriðja leik sinn eftir áramót í OLÍS deildinni.  Mótherjarnir að þessu sinni eru eyjastúlkur í liði ÍBV.
Liðin eru sem stendur jöfn í 3 – 4 sæti deildarinnar með 18 stig.  Tveimur stigum á eftir Val sem er í 2 sæti deildarinnar.  ÍBV gerði sér lítið fyrir í síðasta leik og sigraði Val með einu marki 23 – 22.  FRAM vann hins vegar öruggan sigur á liði FH í sínum síðasta leik 31 – 16.
Liðin mættust síðast þann 28. september s.l. í annarri umferð OLÍS deildarinnar.  Þar hafði ÍBV betur og sigraði 25 – 20 í leik sem var þó jafn lengst af.  Í þeim leik fóru þær Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir mikinn í liði ÍBV og ljóst að FRAM þarf að hafa góðar gætur á þeim á morgun.
FRAM og ÍBV hafa mæst nokkuð oft á undanförnum árum, í deildinni og síðan í úrslitakeppninni. Síðustu tvö tímabil mættust liðinn alls 12 sinnum og að meðtöldum leiknum í deildinni í haust eru leikirnir orðnir 13.  FRAM hefur sigrað í 11 af þessum leikjum en ÍBV í tveimur, samanber hér að neðan:

Dags.

Keppni

lokatölur

2011 – 2012

10. okt. 2011

FRAM – ÍBV

Íslandsmót

30 – 26

12. mars 2012

ÍBV – FRAM

Íslandsmót

17 – 19

19. apr. 2012

FRAM – ÍBV

Íslandsmót – úrslitakeppni

27 – 24

21. apr. 2012

ÍBV – FRAM

Íslandsmót – úrslitakeppni

18 – 22

23. apr. 2012

FRAM – ÍBV

Íslandsmót – úrslitakeppni

29 – 21

2012 – 2013

29. sep. 2012

ÍBV – FRAM

Íslandsmót

21 – 27

27. des. 2012

FRAM – ÍBV

Deildarbikar HSÍ

41 – 18

19. jan. 2013

FRAM – ÍBV

Íslandsmót

29 – 25

12. apr. 2013

FRAM – ÍBV

Íslandsmót – úrslitakeppni

25 – 24

14. apr. 2013

ÍBV – FRAM

Íslandsmót – úrslitakeppni

18 – 28

17. apr. 2013

FRAM – ÍBV

Íslandsmót – úrslitakeppni

18 – 19

20. apr. 2013

ÍBV – FRAM

Íslandsmót – úrslitakeppni

17 – 21

2013 – 2014

28. sep. 2013

ÍBV – FRAM

Íslandsmót

25 – 20

21. jan. 2014

FRAM – ÍBV

Íslandsmót

FRAM hefur skorað alls 336 mörk í þeim eða 25,85 mörk að meðaltali í leik.  ÍBV hefur skorað 273 mörk í þessum leikjum eða 21,00 mörk að meðaltali í leik.

FRAM þarf á þínum stuðningi að halda í leiknum á þriðjud. kl. 19:30,  þannig að þú mætir !

gþj

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email