Bikarmeistarar Fram taka á móti Íslandsmeisturum KR á Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:00.
Leikurinn er alvöru prófraun á það hvar Bjarni Guðjónsson er staddur með Framliðið en frá því að hann tók við stjórn liðsins í október hefur það leikið sex æfingaleiki og unnið þá alla.
Framarar eru hvattir til að fjölmenna í Egilshöllina á fimmtudagskvöld, það er ókeypis inn.
Úrslit leikja Fram síðan um miðjan nóvember:
ÍA-FRAM 1-3
FRAM-Selfoss 3-1
FRAM-Grótta 9-0
Breiðablik-FRAM 2-4
FRAM-Leiknir (Rvkm) 2-0
FRAM-Fylkir 3-2
Knattspyrnudeild.