fbpx
Marta flott vefur

Öruggur sigur FRAM á ÍBV í kvöld

Sunneva amóti FHFRAM tók á móti ÍBV í OLÍS deild kvenna í kvöld í Íþróttahúsinu í Safamýri.  Þetta eru liðin sem voru í 3 – 4  sæti með jafn mörg stig, 18 fyrir leikinn.  ÍBV vann fyrri leik liðanna í eyjum í haust 25 – 20.  Það var því hægt að reikna með spennandi og fjörugum leik í kvöld.

Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að skora.  Eftir um 10 mínútna leik var staðan 3 – 3.  Þá fór FRAM hins vegar að síga fram úr og þegar lítið var eftir af hálfleiknum þá var staðan orðin 14 – 7 FRAM í vil.  ÍBV skoraði hins vegar 3 síðustu mörkin fyrir hlé, öll úr hraðaupphlaupum eftir að hafa stolið boltanum af FRAM.  Hálfleikstölur því 14 – 10.

Seinni hálfleikurinn byrjaði þannig að liðin skiptust á að skora eins og í þeim fyrri og munurinn var 3 – 5 mörk FRAM í vil þar til um miðjan hálfleikinn, en þá fór FRAM að auka muninn aftur og bætti við alveg til leiksloka.  Þetta varð því í lokin öruggur sigur FRAM 30 – 22.  FRAM því komið í þriðja sætið.

Stórgóður leikur hjá FRAM í kvöld.  FRAM var að spila frábæra vörn lengst af í kvöld, þar sem Sigurbjörg klippti lengst af Veru Lopes út úr sóknarleik ÍBV.  Þar fyrir aftan voru Þær María, Elva, Ragnheiður og Karólína sem réðu ríkjum og hleyptu fáum fram hjá sér.  Hekla og Marthe héldu síðan hornamönnunum í skefjum.

Sóknarleikurinn var einnig stórgóður undir öruggri stjórn Sigurbjargar sem átti frábæran leik bæði í vörn og sókn.  Ragnheiður átti líka góðan leik og skoraði 9 mörk flest með þrumskotum fram hjá landsliðsmarkmanni ÍBV.  Marthe átti einnig frábæran leik 6 mörk úr 6 skotum, ásamt því að stela boltanum af ÍBV í vörninni.

Sunneva stóð í markinu í kvöld og varði ein 15 skot.  Hún lokaði markinu um miðjan fyrri hálfleikinn þegar FRAM var að ná forystu í leiknum.

Mörk FRAM:  Ragnheiður 9, Sigurbjörg 7, Marthe 6, Hafdís 3, María 3, Hekla Rún 1 og Kristín 1.

Enn og aftur sýna þessar stelpur úr hverju þær eru gerðar og þær eru tilbúnar til í hvað sem er í vetur.

Lið FRAM:   Sunneva Einarsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Marthe Sördal, Íris Kristín Smith, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Kristín Helgadóttir og Jóhanna Björk Viktorsdóttir.

Takk fyrir mig í kvöld stelpur.

Ps.          Ábyrgðarmaður leiksins vill að vísu koma því að, að hann telur sig eiga stórann þátt í þessum sigri með því að koma ÍBV á óvart í kvöld með því að snúa leikvellinum við og hafa áhorfendur öfugu meginn í húsinu í kvöld.

gþj

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!