fbpx
Bjarni og Hörður Fannar vefur.

FRAM náði ekki að sigra Íslandsmeistarana

Mfl.ka. IVFRAM og KR mættust á Reykjarvíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu stangarskot hófst sá síðari illa hjá Framliðinu. Drengirnir virtust ekki mættir til leiks því eftir 7. mínútur hafði KR skorað þrívegis. Gary Martin, Þorsteinn Már Ragnarsson og Baldur Sigurðsson gerðu mörkin sem 16 ára markvörður FRAM, Hörður Fannar Björgvinsson, gat lítið gert við. Eftir þessa hamfarabyrjun á hálfleiknum náðu Framarar vopnum sínum og 65. mínútu minnkuðu þeir muninn þegar skot Arnþórs Ara Atlasonar fór af KR-ingi og í markið. Skömmu síðar áttu Framarar frábæra sókn sem endaði með dauðafæri Ásgeirs Marteinssonar sem var frábærlega varið en í kjölfarið braut markvörður KR-inga á leikmanni FRAM og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði besti maður FRAM í leiknum, Jóhannes Karl Guðjónsson, örugglega en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið.
Niðurstaðan 2-3 ósigur, sá fyrsti undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í 7 leikjum en strákarnir fá hrós fyrir að koma sterkir til baka eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik en þeir voru líklegir til að jafna undir lok leiksins.

Byrjunarlið FRAM
Hörður Fannar Björgvinsson

Arnþór Ari Atlason

Einar Bjarni Ómarsson

Tryggvi Sveinn Bjarnason

Ósvald Jarl Traustason

Jóhannes Karl Guðjónsson

Hafsteinn Briem

Ásgeir Marteinsson

Aron Bjarnason

Alexander Már Þorláksson

Haukur Baldvinsson

Varamenn:

Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Halldór Arnarsson

Aron Þórður Albertsson

Einar Már Þórisson

Sigurður Friðriksson

Kveðja

Knattspyrnudeild

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!