fbpx
Hekla ámóti FH vefur

Coca Cola bikarinn Grótta – FRAM á miðvikudag kl. 19:30

María KarlsÞað er leikið þétt hjá meistaraflokki kvenna þessar vikurnar.  Næsti leikur verður strax núna á miðvikudaginn 5. febrúar.  Þá verður leikur í 8 liða úrslitum í Coca Cola bikar HSÍ.  Mótherjar FRAM í þeim leik verður Grótta og verður leikið í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.
Í leikjum FRAM og Gróttu síðustu ár hefur FRAM yfirleitt haft betur.  Í síðasta leik liðanna sem fór fram í lok nóvember s.l. þá hafði FRAM betur og skoraði sigurmarkið á síðustu sekúntum leiksins.

Dags.

Keppni

lokatölur

2011 – 2012

18. nóv. 2011

Grótta – FRAM

Íslandsmót

21 – 34

18. mar. 2012

FRAM – Grótta

Íslandsmót

25 – 18

2012 – 2013

27. okt. 2012

FRAM – Grótta

Íslandsmót

29 – 18

9. feb. 2013

Grótta – FRAM

Íslandsmót

26 – 36

9. mar. 2013

Grótta – FRAM

Bikarkeppni

21 – 32

4. apr. 2013

FRAM – Grótta

Úrslitakeppni Íslmót

39 – 19

6. apr. 2013

Grótta – FRAM

Úrslitakeppni Íslmót

20 – 31

2013 – 2014

5. sep. 2013

Grótta – FRAM

Subway mót

21 – 25

22. nóv. 2013

Grótta – FRAM

Íslandsmót

22 – 23

5. feb. 2014

Grótta – FRAM

Bikarkeppni

 

Síðustu keppnistímabil hafa liðin því leikið 9 leiki.  FRAM hefur sigrað í þeim öllum og  hefur skorað alls 274 mörk í þeim eða 30,44 mörk að meðaltali í leik.  Grótta hefur hins vegar skorað alls 186 mörk í þessum leikjum eða 20,66 mörk að meðaltali í leik.
Liðin eru jöfn í OLÍS deildinni með 22 stig í 3 – 4 sæti. Um síðustu helgi sigraði Grótta lið Vals með einu marki og ætti það að segja okkur hvað Gróttuliðið er öflugt þessa daganna.  FRAM sigraði hins vegar lið HK eftir að hafa verið í miklu basli langt fram í seinni hálfleik.
En nú er það bikarleikur og þá getur allt gerst.  Fyrri sigrar telja ekkert og ljóst að það verður barist fram á síðustu mínútu þar sem í húfi er bikarúrslitahelgi í höllinni.

FRAM þarf því á þér að halda og treystir á að fá góðan stuðning á Seltjarnarnesinu, miðvikudaginn 5. febrúar n.k. kl. 19:30

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email