fbpx
Vefur goð

FRAM Reykjavíkurmeistari 2014

Ömmi með bikarinnVið Framarar urðum í kvöld Reykjavíkurmeistarar  í knattspyrnu þegar við sigruðu KR eftir vítaspyrnukeppni,
6 -5. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1 – 1.
Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik og var það í tæpar 80 mínútur en þá náði Hafsteinn Briem að brjóta ísinn eftir fína sendingu Jóa Kalla beint á kollinn á Halldóri sem setti hann beint fyrir Hafstein sam þakkaði pent og setti fallegt mark. Vesturbæjar drengir voru hins vegar fljótir að jafna leikinn og þar við sat.
Ögmundur sá svo um að landa sigri okkar með því að verja vítaspyrnu frá okkar gamla félaga Almari Ormarssyni. Allir leikmenn FRAM kláruðu sínar vítaspyrnur af miklu öryggi og fyrsti bikar ársins kominn í hús.
Þessir tóku vítin í kvöld og sýndu fádæma öryggi.
Jóhannes Karl Guðjónsson, Ósvald Jarl Traustason, Hafsteinn Briem, Aron Bjarnason,
Arnþór Ari Atlason.

Til hamingju FRAMarar

Reykjavíkurmeistarar go vefur

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!