FRAM sendi 21 lið á Ákamótið í handabolta helgina
31 jan -02 feb. Þjálfari Safamýrar stelpnanna sendi smá pistil á okkur og hér kemur hann ásamt myndum af stelpunum sem stóðu sig með miklum ágætum á mótinu.
Lið 1: Ásta, Sara Xiao, Anni, Freyja, Brynhildur og Aðalheiður
Stóðu sig með prýði á sunnudaginn. Ánægð að sjá að fleiri stelpur eru ákveðnari en áður að láta vaða á markið. Þær eru vel spilandi og hafa gott vald á boltanum. Gaman að sjá bætingar í hreyfingum og hugsunum.
Lið 2: Benedikta, Aleksandra, Arna, Sara Lind, Vigdís og Þóra
Stóðu sig mjög vel á mótinu. Spiluðu fantagóða vörn og stálu mörgum boltum. Fóru stundum framúr sér og ætluðu að skora 2 mörk í einu en það var flott að sjá hversu ákveðnar þær voru. Gaman að sjá bætingar í bæði vörn og sókn.
Lið 3: Emily, Þuríður, Unnur. Þórey, Elín og Guðrún. Vantar Bryndísi
Stóðu sig vel á mótinu. Gott að sjá að fleiri vilja skjóta á markið. Yngstu stelpurnar (8. fl.) fengu að vera með og stóðu sig með prýði.Gaman að sjá góðar hreyfingar og skot en þá fyrst og fremst þrautseigju, þær gefast aldrei upp þótt það gangi ekki eins vel og þær vildu. Þær halda áfram brosandi og hafa gaman að leiknum !
Fleiri myndir má finna á http://www.draumalidid.is/mot/109/2
Kveðja Hafdís