fbpx
Ömmi með bikarinn vefur

Leikmannakynning – Ögmundur Kristinsson

ONafn: Ögmundur Kristinsson
Aldur: 24 ára

Starf/nám: Fótbolti, en er samt með lögfræðigráðu í vasanum.
Hjúskaparstaða: Í sambandi með Söndru Steinarsdóttur.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: Fram.
Af hverju FRAM: Ólst upp í Safamýrinni.
Titlar: Bikarmeistari 2013, íþróttamaður Fram 2011.
Landsleikir: 1 U18, 1 U19, 1 U21.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Var mikill aukaspyrnusérfræðingur á mínum yngri árum og á nokkur mörk þrátt fyrir að hafa spilað sem markmaður.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Drake.
Besta platan: Nothing was the same með Drake.
Besta bókin: Um lög og lögfræði, mjög fróðleg lesning.
Besta bíómyndin: Allt sem er ekki of flókið.
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: USA.
Uppáhaldsmatur: Humar hjá tengdó.
Furðulegasti matur: Kakósúpa.
Hjátrú (tengd fótbolta): Það sem virkar.
Undirbúningur fyrir leiki: Hvíld og matur.
Kóngurinn í klefanum: King Steini.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi (Halldór Arnarsson) þegar hann er að rífa kjaft.
Uppáhaldslið utan Íslands: Man Utd.
Hver vinnur HM 2014: Brassarnir.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Peter Schmeichel.
Markmið með FRAM árið 2014:  Vinna deildina.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email