Steinunn vefur

Tap á Hlíðarenda, 25-22 í Olís-deild kvenna

Sunneva amóti FHÞað vantaði ekki mikið upp á sigur í kvöld og þó stelpurnar okkar séu örugglega hund fúlar með úrslitin þá var ýmislegt jákvætt í okkar leik.
Leikurinn byrjaði ágætlega og við með yfirhöndina allan hálfleikinn þó munurinn væri aldrei mikill. Sunneva var að verja vel og gaman að sjá Steinunni aftur á vellinum.  Ágætur fyrri hálfleikur af okkar hálfu og staðan 10 -11 í hálfleik.
En það sem varð okkur að falli í kvöld var byrjun okkar í seinni hálfleik en eftir 11 mín leik var staðan orðið 17-12. Sóknarleikurinn var á þessum kafla ekki nógu góður ásamt því að við slökuðum á í vörninn.  Það má því segja að leikurinn hafi tapast á þessum kafla.  Við komum okkur þó vel inn í leikinn aftur og fengum tækifæri til að jafna leikinn þegar 10 mín voru eftir en fórum illa með nokkrar sóknir og það fór svo að lokum að við máttum sætta okkur við tap
25-22.  Sigurbjörg var með 7 mörk í kvöld, Ragheiður með 6 en úr of mörgum skotum fyrir minn smekk. Sunneva var góð í fyrri hálfleik og varði þá 14 bolta en bara 3 eða 4 í þeim seinni sem er ekki nógu gott í svona mikilvægum leik. Samt gott að verja 17 bolta og súrt að það hafi ekki dugað.
En nú er bara að gíra sig í næsta leik og vinna vel á næstu vikum. Næsti leikur er svo  á laugardag við Selfoss á heimavelli.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email