Nafn: Ásgeir Marteinsson
Aldur: 19 ára.
Starf/nám: Nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: Handknattleiksfélag Kópavogs.
Einnig leikið með: HK.
Af hverju FRAM: Einn af stærstu klúbbum landsins og með spennandi lið.
Titlar: Vann 2. deildina með HK seinasta sumar.
Landsleikir: Nei ekki svo gott.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Þrátt fyrir að vera frekar hávaxinn eða um 190 cm þá er ég líklega einn allra lélegasti skallamaður á landinu. Hef sennilega ekki skorað mikið meira en 5 mörk með skalla þrátt fyrir hæðina.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay.
Besta platan: Góðar stundir með Ingó, týndur demantur í íslenskri tónlistarsögu.
Besta bókin: Zlatan bókin er rosaleg.
Besta bíómyndin: Django og Happy Gilmore.
Fyrirmynd í lífinu: Matthías félagi minn.
Skemmtilegasta útlandið: Spánn.
Uppáhaldsmatur: Ítalskar flatbökur.
Furðulegasti matur: Sviðakjammi er frekar sérstakur matur.
Hjátrú (tengd fótbolta): Nei er ekki með neitt þar.
Undirbúningur fyrir leiki: Vakna snemma, borða vel yfir daginn og drekk mikið af vatni. Svo ef leikurinn er um kvöld tek ég mér yfirleitt stutta lögn einhvern tíma yfir daginn.
Kóngurinn í klefanum: Það mun vera KING Gummi Steinn.
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnarsson er mjög fyndinn.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Þýskaland, engin spurning
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Zlatan Ibrahimovic.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem mest og að ná góðum árangri í deild, bikar og Evrópukeppni.
Knattspyrnudeild FRAM