Áslaug Eik vefur

Leikmannakynning – Áslaug Eik Ólafsdóttir

Áslaug EikNafn: Áslaug Eik Ólafsdóttir.
Aldur: 19 ára.

Hjúskaparstaða: Mingling.
Gælunafn: Ég kýs að láta kalla mig Áslaug en Slauga er víst orðið eitthvað vinsælt. Það er eitt sökkað gælunafn.
Staða á vellinum: Framherji.
Fyrri lið: Uppalin í Fram.
Besti samherjinn? Hulda Mýrdal.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ekki með það á hreinu en finnst Birna Sif líklegust.
Mesti sprellarinn í liðinu? Eva Rut er bæði glaum- og sprellgosinn.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Jökull Steinn er óendanlega fallegur.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Sigríður Katrín ber af í fegurð.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Mér dettur ekkert sérstakt í hug þó það ætti nú að vera margt í boði. Ætla að rifja upp eitt skondið atvik á kostnað gáfu minnar. Þetta var árið 2010 og það var fyrsta árið mitt í mfl. Við vorum að keppa við Stjörnuna og í miðjum leiknum fékk liðsmaður astmakast. Ég kalla til hennar ,,vantar þig púströrið?“ Ég gat með engu móti skilið hvers vegna allir fóru að hlæja í kringum mig.
Besti leikmaðurinn „utan vallar“? Áslaug Inga er grimmur leikmaður bæði innan sem utan vallar.
Lélegust í reitarbolta? Áslaug Inga þyrfti að rífa sig aðeins upp.
Leyndur hæfileiki? Áslaug Inga p…prumpar í tíma og ótíma. Ég myndi ekki segja að hann væri sérstaklega leyndur en úff hvílíkur hæfileiki.
Sturluð staðreynd um þig? Ég á tvíburabróðir í mfl. kk Fram það er mjög sturluð staðreynd.
Drottning klefans? Má ég segja ég ?

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email