fbpx
Áslaug Eik vefur

Leikmannakynning – Áslaug Eik Ólafsdóttir

Áslaug EikNafn: Áslaug Eik Ólafsdóttir.
Aldur: 19 ára.

Hjúskaparstaða: Mingling.
Gælunafn: Ég kýs að láta kalla mig Áslaug en Slauga er víst orðið eitthvað vinsælt. Það er eitt sökkað gælunafn.
Staða á vellinum: Framherji.
Fyrri lið: Uppalin í Fram.
Besti samherjinn? Hulda Mýrdal.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ekki með það á hreinu en finnst Birna Sif líklegust.
Mesti sprellarinn í liðinu? Eva Rut er bæði glaum- og sprellgosinn.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Jökull Steinn er óendanlega fallegur.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Sigríður Katrín ber af í fegurð.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Mér dettur ekkert sérstakt í hug þó það ætti nú að vera margt í boði. Ætla að rifja upp eitt skondið atvik á kostnað gáfu minnar. Þetta var árið 2010 og það var fyrsta árið mitt í mfl. Við vorum að keppa við Stjörnuna og í miðjum leiknum fékk liðsmaður astmakast. Ég kalla til hennar ,,vantar þig púströrið?” Ég gat með engu móti skilið hvers vegna allir fóru að hlæja í kringum mig.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Áslaug Inga er grimmur leikmaður bæði innan sem utan vallar.
Lélegust í reitarbolta? Áslaug Inga þyrfti að rífa sig aðeins upp.
Leyndur hæfileiki? Áslaug Inga p…prumpar í tíma og ótíma. Ég myndi ekki segja að hann væri sérstaklega leyndur en úff hvílíkur hæfileiki.
Sturluð staðreynd um þig? Ég á tvíburabróðir í mfl. kk Fram það er mjög sturluð staðreynd.
Drottning klefans? Má ég segja ég ?

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!