fbpx
O

Leikmannakynning – Tryggvi Sveinn Bjarnason

ONafn: Tryggvi Sveinn Bjarnason.
Aldur: 31 árs.

Starf/nám:  Er í námi.
Hjúskaparstaða: Sambúð með Iðunni Gunnarsdóttur og eigum saman Gunnar Inga sem er 5 ára, síðan er annað barn á leiðinni í maí.
Uppeldisfélag: KR.
Einnig leikið með: KR, ÍBV, Stjarnan.
Af hverju FRAM: Veit að það eru skemmtilegir tímar framundan hjá Fram og vildi ég fá að taka þátt í því, síðan á pabbi gamli (Bjarni Friðriksson) nokkra leiki fyrir Fram í yngri flokkunum áður en hann snéri sér að júdó-inu og kom hann með netta pressu (armlás)á mig að fara í Fram.
Titlar: Íslandsmeistari 2002, Deildarbikarmeistari 2001 og 2005, Reykjavíkurmeistari 2014.
Landsleikir: 9 leikir með U17,  3 leikir með U19 og  9 leikir með U21.
Önnur afrek á fótboltavellinum?
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Angels from above.
Besta platan:Ef Angels from above er búið að gefa út plötu þá er það uppáhalds platan mín.
Besta bókin: Ein af þessum frá Arnaldi.
Besta bíómyndin: Dumb & Dumber
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Flórída.
Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hjá múttu.
Furðulegasti matur: Er mjög matvandur, hef ekki hætt mér út í neinn furðulegan mat.
Hjátrú (tengd fótbolta): Neibb.
Undirbúningur fyrir leiki: Enginn spes undirbúningur, vera bara búinn að borða allavega tveimur tímum fyrir leik, mæta síðan tilbúinn í slaginn.
Kóngurinn í klefanum: King Geiri.
Fyndni gaurinn í klefanum: Gummi Steina.
Uppáhaldslið utan Íslands: AC Milan og Real Madrid.
Hver vinnur HM 2014: Þýskaland.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Franco Baresi og Paolo Maldini.
Markmið með FRAM árið 2014: Taka þátt í að búa til flott og gott knattspyrnulið.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email