fbpx
O

Leikmannakynning – Tryggvi Sveinn Bjarnason

ONafn: Tryggvi Sveinn Bjarnason.
Aldur: 31 árs.

Starf/nám:  Er í námi.
Hjúskaparstaða: Sambúð með Iðunni Gunnarsdóttur og eigum saman Gunnar Inga sem er 5 ára, síðan er annað barn á leiðinni í maí.
Uppeldisfélag: KR.
Einnig leikið með: KR, ÍBV, Stjarnan.
Af hverju FRAM: Veit að það eru skemmtilegir tímar framundan hjá Fram og vildi ég fá að taka þátt í því, síðan á pabbi gamli (Bjarni Friðriksson) nokkra leiki fyrir Fram í yngri flokkunum áður en hann snéri sér að júdó-inu og kom hann með netta pressu (armlás)á mig að fara í Fram.
Titlar: Íslandsmeistari 2002, Deildarbikarmeistari 2001 og 2005, Reykjavíkurmeistari 2014.
Landsleikir: 9 leikir með U17,  3 leikir með U19 og  9 leikir með U21.
Önnur afrek á fótboltavellinum?
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Angels from above.
Besta platan:Ef Angels from above er búið að gefa út plötu þá er það uppáhalds platan mín.
Besta bókin: Ein af þessum frá Arnaldi.
Besta bíómyndin: Dumb & Dumber
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Flórída.
Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hjá múttu.
Furðulegasti matur: Er mjög matvandur, hef ekki hætt mér út í neinn furðulegan mat.
Hjátrú (tengd fótbolta): Neibb.
Undirbúningur fyrir leiki: Enginn spes undirbúningur, vera bara búinn að borða allavega tveimur tímum fyrir leik, mæta síðan tilbúinn í slaginn.
Kóngurinn í klefanum: King Geiri.
Fyndni gaurinn í klefanum: Gummi Steina.
Uppáhaldslið utan Íslands: AC Milan og Real Madrid.
Hver vinnur HM 2014: Þýskaland.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Franco Baresi og Paolo Maldini.
Markmið með FRAM árið 2014: Taka þátt í að búa til flott og gott knattspyrnulið.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!