fbpx
Fjóla Sigurðardóttir vefur

Leikmannakynning – Fjóla Sigurðardóttir

Fjóla SigurðardóttirNafn: Fjóla Sigurðardóttir
Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi
Gælunafn: Afi minn kallaði mig alltaf Fjólínu þegar ég var yngri.
Staða á vellinum: Kantur, stundum frammi.
Fyrri lið: Uppalinn Þróttari, en faðir minn er mikill Frammari svo það var ekkert annað í boði en að halda alltaf með Fram.
Besti samherjinn? Hulda Mýrdal er mjög góð með boltann og nær alltaf réttum sendingum á mann þegar maður er að stinga sér, Áslaug Eik fylgir sterkt á eftir.
Hver tekur mest í bekkpressu? Er ekki alveg viss um það, ætli það sé ekki Birna eða Dagmar.
Mesti sprellarinn í liðinu? Alveg óvenjulegt hvað margar eru fyndnar í liðinu, en Áslaug Inga er mikill sprellari og segir marga dónabrandarana.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Nei nú veit ég ekki, hef ekki kynnt mér þessa nýju stráka nógu vel. Ekki það að mér finnst hann Tulje okkar alltaf flottastur.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Sigríður Katrín, Spánverjinn okkar. Hún er beauty bomba, enda er okkur oft ruglað saman.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Vá, hmmm.. get því miður ekki valið eitt.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Lítill fugl hvíslaði því að mér að ákveðin dama sé að skora innan mfl. karla.
Lélegust í reitarbolta? Áslaug Inga og Hulda verða að rífast um þann titil.
Leyndur hæfileiki? Að kunna ekki að harðsjóða egg, hef reynt lengi.
Sturluð staðreynd um þig? Ég fer minnst 5x upp á slysó á ári.
Drottning klefans? Áslaug Eik, Eva Rut og Mjöll þegar þær eru saman. Þær eru ótrúlegar.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!