Núna í hádeginu mættum við FRAMarar í Fífuna og tókum léttan leik við Blika í Lengjubikarnum. Leikurinn var fjörugur eins og venjulega þegar þessi lið mætast og mörkin létu ekki á sér standa. Leikurinn byrjaði sem sé fjöruglega og strax á annari mín skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson mark fyrir okkur FRAMara 0-1, en eftir 40 mín hafði staðan heldur betur tekið nýja stefnu því Blikar sett á okkur 3 mörk á 5 mín, 17 mín og þeirri fertugustu. Staðan 3-1 og mikið fjör í leiknum, það var svo Aron Þórður Albertsson sem náði að laga stöðuna fyrir hlé og staðan í hálfleik 3-2. Síðari hálfleikur var ekki eins líflegur í markaskorun en bæði liðin settu þó mark og var það Aron Þórður sem setti okkar mark á 81 mín og lokatölur í leiknum 4-3 fyrir Kópavogs liði.
Næsti leikur í Lengjubikarnum verður á miðvikudag kl. 19:00 í Úlfarsárdalnum, láttu sjá þig.
ÁFRAM FRAM