fbpx
Sigurbjörg vefur

UMFA – FRAM 17 – 35 í Olísdeild kvenna

ragnheidur

Afturelding – FRAM  8. mars 2014
Lið FRAM:            Sunneva Einarsdóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith,  Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Steinunn Björnsdóttir og Kristín Helgadóttir.

Meistaraflokkur kvenna hélt í ferðalag út fyrir borgarmörkin á laugardaginn og lagði leið sína alla leið upp í Mosfellsbæ til að leika við lið Aftureldingar í OLÍS deildinni.

Þetta var seinni leikur liðanna í vetur.  Þann fyrri sem fór fram 5. nóvember s.l. sigraði FRAM nokkuð örugglega 28 – 22 eftir að hafa verið yfir 13 -11 í hálfleik.

Inní lið kom aftur eftir meiðsli Íris Kristin Smith og einnig er Steinunn Björnsdóttir farinn að geta beitt sér betur í leikjum FRAM eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla.  Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínúturnar en FRAM þó ávallt á undan að skora.  Eftir þessar 10 mínútur var staðan 5 – 8 FRAM í vil.  Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks skoraði FRAM öll mörk hálfleiksins eða 11 og breytti stöðunni í 5 – 19.  Vörnin var mjög góð á þessum kafla og þarf fyrir aftan Sunneva í markinu sem varði allt sem fór í gegnum vörnina.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað.  Afturelding setti þó inn eitt og eitt mark en munurinn hélst áfram að aukast og varð mestur 21 mark 11 – 32 þegar um 10 mínútur voru til loka leiks.  Þá slakaði FRAM aðeins á og lokatölur urðu 17 – 35 FRAM í vil.  Öruggur 18 marka sigur.

Eins og áður sagði var vörnin mjög góð í leiknum og gef ekki mörg færi á sér.  Varnarleikurinn gaf af sér fjölmörg hraðaupphlaup sem gáfu mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik.  Sóknarleikur FRAM var einnig með ágætum í leiknum og óvenju lítið af tæknifeilum sem leikmenn gerðu.

Sunneva stóð í markinu í 45 mínútur og varði 16 skot.  Hafdís Lilja kom inná síðustu 15 mínúturnar og stóð sig vel og varði 5 skot.

Mörk FRAM skoruðu:     Ragnheiður 7, Sigurbjörg 6, Marthe 6, María 6, Hafdís 2, Hekla 2, Íris 2, Steinunn 2, Karólína 1 og Elva Þóra 1. (Samkvæmt leikskýrslu sem ekki er í fullu samræmi við okkar tölur).

Ágætis leikur þar sem FRAM hélt einbeitingu allan leikinn og spilaði ljómandi í vörn og sókn þrátt fyrir litla mótspyrnu, en í slíkum leikjum er það oft erfitt.

Næsti leikur er heimaleikur á fimmtudaginn 13. mars n.k. á móti Gróttu.  Þar höfum við harma að hefna.

ÁFRAM FRAM

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!