Það má segja að síðustu tvær vikur hafi verið viðburðaríkar hjá Mariam Eradze. Mariam sem æfir og leikur handbolta hjá FRAM varð í byrjun mars bikarmeistari með flokki sínum 4. fl.kvenna og ekki nóg með það heldur var stelpan valinn besti leikmaður úrslitaleiksins og setti í honum 6 mörk.
Síðar þennan sama dag landaði svo Mariam sínum öðrum bikarmeistara titli þegar hún varð bikarmeistari með 3. fl.kvenna í FRAM.
Í dag bætti svo Mariam sínum 3 bikarmeistaratitli við safnið þegar hún gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari í blaki kvenna með mfl. Handknattleiksfélags Kópavogs. Maríam er því þrefaldur bikarmeistari og það í tveimur íþróttagreinum sem er ferkar óvenjulegt.
Mariam sýndi það í dag að hún er ekki bara efnileg handaboltakona heldur er hún líka hörku blakari.
Maríam var í síðustu viku valinn í landsliðshóp Íslands U-16 í handbolta og það hefur því verði nóg að sýsla hjá stelpunnu síðustu vikurnar. Móðir Maríam Natalia Ravva er þjálfari hennar í mfl. HK og faðir hennar Roland Eradze er svo starfandi þjálfari hjá FRAM, bæði eru þau fyrrverandi leikmenn í þessum greinum með meiru. Maríam er fædd árið 1998,er því bara 15 ára og á því sannanlega framtíðina fyrir sér í íþróttunum tveimur og spennandi að fylgjast með henni á næstu árum.
Til hamingju Maríam með bikartitlana þrjá.