fbpx
Freysi vefur

Baráttu sigur á eyjamönnum í Safamýrinni

Kristo gegn ibvStrákarnir okkar í handboltanum tóku í kvöld á móti ÍBV í Olísdeildinni. Leikið var í Safamýrinn og hófst leikurinn kl. 18:00 að óska eyjamanna. Það er ljóst að þessi tími var ekki að henta okkar fólki því mætingin í upphafi leiks var vægast sagt slök. Það rættist úr og var mætingin alveg þokkaleg en það vantaði aðeins upp á fjörið.  Strákarnir stóðu sig samt vel að vanda.
Leikurinn byrjaði ágætlega en ekki mikið skorað, sóknir liðanna frekar máttlausar og svolítið um misstök. Staðan eftir 10 mín 4-3.  Við náðum betri tökum á leiknum næstu 10 mín, náðum smátt og smátt að bæta við forrustuna, staðan eftir 20 mín.. 10-7.  Við lékum ekki vel það sem eftir lifði hálfleiksins, vorum klaufar sóknarlega og náðum ekki að loka vörninni nægjanlega vel. Vorum dálítð daufir á köflum, það vantaði smá meiri kraft í okkur.   Staðan í hálfleik 14-13.  Við kannski heppnir að vera yfir en áttu það alveg skilið.
Síðari hálfleikur byrjaði bara vel, við tókum frumkvæðið í leiknum, náðum að loka vörninni betur og Kristó góður, hann var reyndar góður allan leikinn. Staðan eftir 40 mín. 18-16. Við náðum að halda sjó næstu 10 mín, ekki okkar besti leikur sóknarlega en vörn og markvarsla í góðu lagi.  Staðan eftir 50 mín. 20-18, Það vantaði áræðni í sóknina og sóknarleikurinn var allt of hægur. Vörnin aftur á móti góð og náði að loka vel á línuspil eyjamanna.  Við kláruðum svo þennan leik með miklum sóma, bættu okkur sóknarlega, vörn og markvarsla frábær í síðari hálfleik. Lokatölur í kvöld 26-21. Það sem skóp þennan sigur í kvöld var frábær barátta frá upphafi til enda ásamt frábærri frammistöðu Freysa og Kristó. Allt liðið fær samt hrós fyrir baráttu en mér finnst við geta gert betur, sem er gríðarlega jákvætt. Það að vinna svona baráttuleik og eiga engan toppleik, veit á gott og segir okkur að þetta lið getur orðið betra.  Margir leikmenn eiga töluvert inni, Arnar Freyr Arnarsson var ekki með í kvöld, Stefán Darri lá veikur heima í allan dag þannig að ég kvíði ekki vetrinum. Næsti leikur er á mánudag gegn Val að Hlíðarenda, sjáumst þá, strákarnir þurfa á okkur að halda.

Fullt af myndum úr leiknum á myndasíðu Jóa kristins  http://frammyndir.123.is/

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!