Stelpurnar okkar í mfl. kvenna handbolta, halda í dag áleiðis til Rúmeníu en þar leikur liðið við H.C.M Roman í 3. umferð Evrópukeppninnar, EHF-cup. Stelpurnar munu halda til London þar sem gist verður yfir blá nóttina. Eldsnemma á föstudag liggur leiðin síðan til Vínar í Austurríki en því næst flogið til borgarinnar Lasi í Rúmeníu, sú borg mun liggja austur við landamæri Moldavíu. Þaðan verður síðan ekið til borgarinnar Roman en þar fer leikurinn fram. Liðið mun æfa í Roman á föstudagskvöld og ljóst að það verður kærkomið að fá þá æfingu eftir að hafa verið á ferðinni í rúman sólahring.
Leikurinn gegn H.C.M Roman fer svo fram kl.13:00 á laugardag eða kl.11:00 að íslenskum tíma. Eftir leik verður strax haldið aftur til borgarinnar Lasi en þaðan verður síðan flogið sömu leið heim á sunnudag. Síðari leikurinn verður í Safamýrinni laugardaginn 21. nóv. kl. 17:00.
Ekki er mikið vitað um lið H.C.M Roman, liðið er sem stendur í 6 sæti rúmensku deildarinnar. Rúmenska deildin er reyndar mjög sterk um þessar mundir og í deildinni leika margir sterkir erlendir leikmenn. Roman liðið er með mjög hávaxna og öfluga leikmenn, með liðinu leika þrír erlendir leikmenn, liðið er með sterkan markvörð, línumann og “risavaxnar” skyttur. Stelpurnar þurfa því að undirbúa sig fyrir mjög erfiðan leik á erfiðum útivelli og verður verðugt markmiðið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinnileikinn. Við ætlum að reyna að vera með beina lýsingu frá leiknum á laugardag, við vitum ekki í hvaða formi hún verður en látum ykkur vita á heimasíðunni hvernig við getum gert það sem best. Munum allavega vera með upplýsingar um gang mála á heimasíðunni á laugardag, fylgist þvi vel með.
Gangi ykkur vel og góða ferð.
ÁFRAM FRAM