Arnar Freyr Arnarsson er íþróttamaður FRAM 2015
Arnar Freyr Arnarsson er fæddur 1996 og varð því 19 ára á árinu.
Arnar Freyr er uppalinn FRAMari og hefur leikið handbolta upp alla yngri flokka félagsins.
Arnar hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og hefur hlutverk hans í meistaraflokki verið að aukast á þessu ári.
Arnar Freyr hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðshóp karla á þessu ári. Arnar var einn af máttarstólpum í landsliði Íslands skipað leikmönnum yngri en 19 ára, sem stóð sig vel á árinu, var meðal annars valinn í úrvalslið Opna norðurlandamótsins í Svíþjóð í sumar.
Arnar er mjög öflugur varnarmaður, línumaður og einn af framtíðarleikmönnum FRAM.
Arnar er góð fyrirmynd bæði innan vallar sem utan.
Til hamingju Arnar Freyr Arnarsson
Myndir úr hófinu munu birtast á http://frammyndir.123.is/
ÁFRAM FRAM