Í gær gekk Knattspyrnudeild Fram frá samningi við ungan og efnilegan leikmann Sigurpál Melberg Pálsson. Samningurinn er til tveggja ára og kemur Sigurpáll til liðs við okkur Framara frá nágrönnum okkar í Víking.
Sigurpáll er fæddur árið 1996 og auk þess að leika með yngri flokkum Víkings þá lék hann einnig með Aftureldingu í 2.deildinni. Hann er varnar og miðjumaður.
Framarar bjóða Sigurpál innilega velkominn og verður spennandi að fylgjast með honum í vaxandi liði Ásmundar þjálfara.
Knattspyrnudeild FRAM