fbpx
Ási og Sigurpáll vefur

FRAM gerir samning við Sigurpál Melberg Pálsson

Asi og SigurpállÍ gær gekk Knattspyrnudeild  Fram frá  samningi við ungan og efnilegan leikmann Sigurpál Melberg Pálsson. Samningurinn er til tveggja ára og kemur  Sigurpáll til liðs við okkur Framara frá nágrönnum okkar í Víking.
Sigurpáll er fæddur árið 1996 og auk þess að leika með yngri flokkum Víkings þá lék hann einnig með Aftureldingu í 2.deildinni. Hann er varnar og miðjumaður.
Framarar bjóða Sigurpál  innilega velkominn og verður spennandi að fylgjast með honum í vaxandi liði  Ásmundar þjálfara.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email