fbpx
Fí bikarinn vefur

FRAM deildarbikarmeistari kvenna 2015

Asta og Sibba fagna Fí bikarnum finGuðrun Fi bikarinn finStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld til úrslita í Flugfélag Íslandsbikarnum, deildarbikarkeppni HSÍ. Leikið var í Strandgötu því sögufræga húsi í Hafnarfirði gegn Val sem sigraði ÍBV í gær, alltaf gaman að koma í þetta mikla handboltahús og flott mæting á leikinn.
Okkar stelpur byrjuðu leikinn í kvöld mjög vel, hörku kraftur í stelpunum sem settu hvert markið á fætur öðru og staðan 5-1 eftir c.a 5 mín. en þá sofnuðum við á verðinum og Valsstúlkur náðu að jafna leikinn í 5-5 eftir 10 mín.  Leikurinn var í jafnvægi næstu mínútur en svo tókum við öll völd á vellinum, vörnin stóð vel, Guðrún góð og við bættum við mörkum jafnt og þétt. Staðan eftir 20 mín. 10-7. Við kláruðum hálfleikinn með sóma, allir leikmenn að skila mörkum, flottur fyrri hálfleikur, staðan 16-9.
Það var því ljóst að staða okkur fyrir seinni hálfleikinn væri nokkuð góð en mikilvægt að halda haus því staðan er fljót að breytast í handbolta, það fengum við svo sannarlega að reyna í þessum leik.
Við héldum haus og rúmlega það,  við héldum áfram að spila okkar leik, vörnin góð, staðan eftir 40 mín. 22-14. Þá kom ótrúlegur kafli hjá okkur þar sem við gerðum urmul af misstökum, fengum á okkur 8 mörk á sjö mínútum. Eiginlega ótrúlegt að fylgjast með þessum kafla þar sem ekkert gekk upp. Staðan eftir 50 mín. 22-22.  Við vorum smá tíma að jafna okkur á þessum kafla, eðlilega segi ég og skrifa.   Við komu svo sterkar tilbaka og náðum tveggja marka forrustu sem við héldum út leikinn.  Við hefðum átt að bæta við þessa forrustu því við vorum að koma okkur í þó nokkur dauðafæri sem við nýttum ekki.  Glæsilegur tveggja marka sigur 26-24 staðreynd.  Flottur leikur stelpur og margir að spila vel en sennilega var Guðrún Ósk best, hún var góð á loka kaflanum. Flott að enda árið á titli sem gefur okkur búst fyrir Íslandsmótið sem fer á fullt strax eftir áramót.  Fyrsti leikur okkar á nýju ári verður 6. jan gegn Val að Hlíðarenda þannig að það verður frólegt að fylgjast með þeim leik.
Fullt af flottum myndum á vefnum hans Jóa  á eftir, kíkið á http://frammyndir.123.is/

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email