Stelpurnar og strákrnir okkar í handboltanum léku í dag í deildarbikar HSÍ FÍ bikarnum. Að venju var leikið í Strandgötu og var þokkalega mætt. Spurning hvort ekki eigi að leika þessa leiki degi seinna, þ.e spila 28, 29 og 30 des. en kannski erfitt að koma því við ?
Stelpurnar hófu leik í hádeginu en þær mættu Gróttu. Við byrjuðum leikinn vel í dag og náðum góðu forskoti í byrjun en svo jafnaðist leikurinn og Grótta var yfir í hálfleik 15-16. Leikurinn nokkuð hraður og ágæt keyrsla á báðum liðum örugglega eitthvað sem þjálfarar liðanna eru sáttir við.
Síðari hálfleikur þróaðist svipað nema við undir lengi framan af en náðum svo yfir höndinni og vorum komnar með unnin leik þegar lítið var eftir af leiknum. Grótta náði að klóra í bakkann en góður sigur hjá okkar stúlkum, lokatölur 27-26. Þetta þýðir að við leikum til úrslita á morgun gegn Val og hefst leikurinn kl. 18:30 í Strandgötu.
Strákarnir mættu svo Val á sama stað þegar kvennaleiknum lauk. Það verður að segjast eins og er að við vorum einhvern veginn aldrei inni í leiknum í dag. Það var einhver slappleiki yfir mannskapnum og það vantaði allan ferskleika í okkar leikmenn. Sóknarleikurinn var stirður og gekk illa allan leikinn. Varnarleikur okkar var á köflum alveg ágætur sem skilaði okkur góðum og auðveldum mörkum en það dugði ekki í dag. Staðan í hálfleik 9-11.
Síðari hálfleikur gekk lítið betur en sá fyrri, við eins og áður sagði í vandræðum með uppstillta sókn, vantaði að vísu bæði Stefán Darra og Ólafs Ægi sem hafði auðvitað eitthvað að segja en þá vill maður að aðrir nýti tækifærið og taki slaginn. Varnarlega vorum við alveg þokkalegir en oft verið betri, markvarslan var þokkaleg en eins og vörnin oft betri. Lokatölur í þessu leik 20-26 tap, sem þýðir að við erum úrleik og leikum ekki meira á þessu ári.
Ég hvet alla FRAMarar til að loka árinu í handboltanum með því að mæta á úrslitaleikinn hjá stelpunum á morgun kl. 18:30, endilega láttu sjá þig.
Minni svo alla FRAMarar á að kaupa flugeldana hjá FRAM og styðja þannig við handboltann í félaginu. Gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir handknattleiksdeildina okkar.
ÁFRAM FRAM