fbpx
Mark jóna vefur

Tap í fyrsta leik Reykjavíkurmóts kvenna

í sláStelpurnar okkar í fótboltanum hófu tímabilið í gær þegar þær mættu Fylki í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu. Leikið var að venju í Egilshöll við góðar aðstæður.
Það var á brattan að sækja í þessum leik, strax ljóst að við vorum að spila við hörkulið og við kannski ekki alveg tilbúnar.  Við fengum á okkur fimm mörk í fyrri hálfleik og voru sum af ódýrari gerðinni.  Staðan í hálfleik 5-0.
Við lékum betur í síðari hálfleik, við náðum að bæta okkar varnarleik þegar leið á hálfleikinn og ekki ástæða til að örvænta neitt. Liðið er komið stutt á veg í undirbúningi fyrir sumarið og enn vantar marga leikmenn í hópinn.  Við fengum á okkur þrjú mörk í síðari hálfleik, lokatölur 8-0 tap.  Þetta var óþarflega stórt tap í gær en Fylkisstelpur voru mun betri en við í þessum leik.  Næsti leikur er á laugardag í Egilshöll gegn HK/Víking, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!