fbpx
Mark jóna vefur

Tap í fyrsta leik Reykjavíkurmóts kvenna

í sláStelpurnar okkar í fótboltanum hófu tímabilið í gær þegar þær mættu Fylki í fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu. Leikið var að venju í Egilshöll við góðar aðstæður.
Það var á brattan að sækja í þessum leik, strax ljóst að við vorum að spila við hörkulið og við kannski ekki alveg tilbúnar.  Við fengum á okkur fimm mörk í fyrri hálfleik og voru sum af ódýrari gerðinni.  Staðan í hálfleik 5-0.
Við lékum betur í síðari hálfleik, við náðum að bæta okkar varnarleik þegar leið á hálfleikinn og ekki ástæða til að örvænta neitt. Liðið er komið stutt á veg í undirbúningi fyrir sumarið og enn vantar marga leikmenn í hópinn.  Við fengum á okkur þrjú mörk í síðari hálfleik, lokatölur 8-0 tap.  Þetta var óþarflega stórt tap í gær en Fylkisstelpur voru mun betri en við í þessum leik.  Næsti leikur er á laugardag í Egilshöll gegn HK/Víking, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email