fbpx
Ragnheiður gegn KA vefur

Tap gegn ÍBV í Olísdeild kvenna

Guðrun Fi bikarinn finStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag gegn ÍBV í eyjum. Leikurinn var fyrsti leikur okkar í síðari umferð Olísdeildarinnar.
Við byrjuðum leikinn í dag illa, fyrstu 10 mín. leiksins ekki góðar hjá báðum liðum og lítið skorað, staðan 3-3. Við bættum okkar leik smátt og smátt og náðum góðum tökum á leiknum, Guðrún að verja vel og það hjálpaði verulega. Staðan eftir 20 mín. 5-8.   Við vorum yfir 6-10 þegar 23 mín, voru búnar en ÍBV var búið að jafna leikinn rúmum þrem mínútum síðar, ótrúglegt hvað við erum fljótar að tapa niður forrustu.  Staðan í hálfleik 13-13. Við fórum illa að ráði okkar í þessum hálfleik og hefðum átt að gera betur.  Guðrún var góð í markinu og það hefðum við átt að nýta betur.
Við byrjuðum síðari hálfleik illa, lentum strax undir og voru ekki að spila vel.  Staðan eftir 40 mín. 20-17. Við héldum áfram að elta, náðum ekki að jafna leikinn, voru nokkrum sinnum einum færri og það gerði okkur erfitt fyrir.  Staðan eftir 50 mín 23-22.   Við náðum svo loks að jafna leikinn í 25-25 þegar um 4 mínútur voru eftir og að komast yfir  25-26. Við vorum kannski klaufar að ná ekki að klára leikinn en þetta datt ekki með okkur í dag. Náðum ekki að nýta síðustu sóknina til að jafna leikinn og niðurstaðan í dag var 27-26, frekar súrt tap.
Ragnheiður átti flottan leik í dag með 13 mörk, Guðrún var góð í markinu með 26 varinn skot en það dugði bara ekki í dag. Næsti leikur er á heimavelli á laugardag gegn HK sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email