fbpx
FRAMfáni vefur

Sigurður J. Svavarsson heiðursfélagi FRAM er látinn

 

Afmælisfagnaður Fram 23. apríl 2013 haldinn í Gullhömrum.  Heiðursveitingar í tilefni 105 ára afmæli Fram 1. maí.

Sigurður J. Svavarsson, heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram, lést aðfaranótt föstudagsins 8. janúar, 82 ára. Sigurður, sem fæddist 5. febrúar 1933, var einn af öflugustu félagsmönnum Fram – alltaf tilbúinn til starfa þegar leitað var til hans.
Sigurður var mjög virkur félagsmaður og vann mikið fyrir félag sitt. Þó að oft hafi á móti blásið sá Sigurður alltaf björtu hliðarnar – hafði ætíð jákvætt hugarfar og gafst aldrei upp.
Sigurður var gerður heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram í 100 ára afmælishátíð félagsins 2008.
Eftirlifandi kona hans er Katrín L Irvin. Eignuðust þau þrjú börn, Ingibjörgu 1962, Einar 1965 og Gróu Margréti 1966.
Fram þakkar Sigurði langt og farsælt samstarf og vináttu og sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur við andlát hans.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!