fbpx
Valur - Fram Alex vefur

Tap í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins

Valur - Fram goðStrákarnir okkar í fótboltanum léku í kvöld sinn fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu þetta árið. Leikið var að venju í Egilshöll, gegn Val á nýju teppi sem er mikil breyting fyrir leikmenn og áhorfendur enda allt annað loft í húsinu eftir að “gúmmí draslinu” var hent út. Ótrúlegt að börnunum okkar skuli enn vera boðið upp á að æfa á gömlum dekkjum, það er algjörlega á ábyrgð Reykjavíkurborgar.
Leikurinn í kvöld var svo sem ekki mikið fyrir augað, við ekki með alla okkar leikmenn og að leika við mjög vel mannað lið. Það var á brattan að sækja í fyrri hálfleik, fengum á okkur mark á 14 mín. sem ég því miður missti af.  Við fengum svo á okkur annað mark á 33. mín eftir hornspyrnu en við áttu mjög erfitt með að verjast föstum leikatriðum í fyrri hálfleik.  Við misstum Ingiberg meiddan útaf snemma í fyrri hálfleik og það riðlaði okkar varnarleik. Við fengum tvo þokkaleg upphlaup í hálfleiknum en náðum ekki að nýta þau vel.  Staðan í hálfleik 2-0.
Við mættum mun sprækari til síðari hálfleiks, héldum boltanum oft ágætlega, vörðumst mun betur og liðið að hreyfa sig meira.  Ég hefði samt viljað sjá liðið hlaupa meira í þessum leik, það er vel hægt að gera betur þar, það snýst bara um vilja og að nenna.  Við náðum að setja mark í blá lokin, þegar Alex Freyr vann boltann af harðfylgi og setti hann auðveldlega í markið.  Dæmi um hvað er hægt að gera með vinnusemi og dugnaði. Lokatölur í kvöld 2-1, tap.
Leikurinn var ekkert sérstakur enda janúar, við að leika gegn hörkuliði en spennandi að sjá hvernig Ási ætlar að byggja liðið upp og hvaða leikmenn hann ætlar að nota í næstu leikjum. Ljóst að sumir leikmenn þurfa að sýna meira en þeir gerðu í kvöld ef þeir ætla að halda sæti sínu í liðinu.  Næsti leikur er eftir slétta viku gegn Þróttir í Egilshöll. Sjáumst þá.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!