fbpx
Sigurbjörg gegn Roman vefur

Öruggur FRAM sigur á HK í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn KAStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag á heimavelli gegn HK í Olísdeildinni. Það var ekki vel mætt á þennan leik en alltaf sami kjarninn sem mætir og styður stelpurnar, ómetnanlegt.
Leikur okkar í fyrri hálfleik var ekki góður við einhvern veginn ekki að finna okkur, við höfðum svo sem frumkvæðið og enginn hætta á ferðinni en hefðum átt að gera betur. Staðan í hálfleik 13-10.
Við mættum hinsvegar algjörlega klárar til leiks í þeim síðari, þá tókum við öll völd á vellinum,  bættum smátt og smátt við forrustuna og höfðum leikinn algjörlega í okkar höndum.  Ljómandi góður síðari hálfleikur og við kláruðum leikinn með stíl.  Lokatölur í dag 30-19.
Vörnin var að mestu góð í dag, fengum á okkur tæp 10 mörk í hvorum hálfleik sem er gott, sóknarlega vorum við á pari. Góður og öruggur sigur. Næsti leikur er á miðvikudag í bikarnum gegn UMFA í Mosó, sjáumst þar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!