fbpx
Hildur vefur

Öruggur 11 marka sigur í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn HKStelpurnar okkar í handboltanum tóku á móti Fjölnisstúlkum í Olísdeild kvenna á heimavelli í kvöld.  Það er ekki fjölmenni á pöllunum en þó heyrðist vel í þeim sem voru mættir.
Við byrjuðum þennan leik ágætlega en samt eins og smá værð yfir okkar stúlkum, leikur jafn fyrstu mín leiksins en ljóst að við ættum að vinna þennan leik auðveldlega.  Við sigum fljótlega fram úr og náðu nokkurra marka forrustu en náðum samt ekkert að stinga af. Við bættum lítið við okkur það sem eftir lifði hálfleiks, staðan í hálfleik 17-10.  Það var ágætur hraði í leiknum undir lok hálfleiksins annars vorum við ekki að sýna okkar besta, sér í lagi varnarlega. Fjölnir skoraði mörg auðveld mörk og markvarslana oft verið betri.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn aðeins betur og náðum að bæta aðeins við, góður hraði í okkar sóknarleik,  staðan eftir 40 mín. 26-16.  Við áfram að fá á okkur of mikið að auðveldum mörkum.  Við bættum varnarleikinn og þá var ekki að sökum að spyrja staðan eftir 50 mín. 30-17.  En þá nýttum við sóknir okkar ekki eins vel.  Við kláruðum þennan leik ekki nógu vel, það vantaði vilja til að klára þetta betur.   Lokatölur í kvöld öruggur sigur 34-23.
Það er ekki mikið um þennan leik að segja, við voru klárlega betri á öllum sviðum, hefðum átt að gera betur en uppskráum eins og við lögðum í leikinn.
Næsti leikur er gegn Selfoss á Selfossi eftir rúma viku, sjáumst þá.

P.s koma myndir úr leiknum á http://frammyndir.123.is/

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email