fbpx
mark

Jafnt gegn Fjölni í Egilshöll

FRAM - FjölnirStrákarnir okkar í fótboltanum mættu  í kvöld Fjölni á Reykjavíkurmótinu í fótbolta en leikið var í Egilshöll.  Var þetta síðasti leikur okkar í riðlinum og með góðum úrslitum áttum við möguleika á því að komast í undanúrslit.
Við byrjuðum leikinn ágætlega,  bæði lið fengu færi, Fjölnir átti skot í slá og svo kom upp afdrifaríkt atvik í leiknum, Alex Freyr fékk þá sendingu inn fyrir vörn Fjölnis og virtist vera brotið á drengnum en ekkert dæmt. Eitthvað varð Alex fyrir hnjaski í þessum viðskiptum og eftir samskipti við línuvörðinn fékk hann að líta rauðaspjaldið, harður dómur en algjörlega óþolandi að leikmenn láti reka sig útaf fyrir dónaskap.  Það er bara eitthvað sem leikmenn eiga ekki að láta sjást og óþolandi fyrir liðið að þurfa sitja uppi manni færri eftir 18 mín. leik.  Það var því ljóst að leikurinn yrði okkur erfiður, manni færri.  Við héldum samt haus og náðum að halda boltanum ágætlega innan okkar raða, fengum svo sem ekki mörg færi en gáfum heldur ekki nein færi á okkur.  Leikurinn var því í nokkuð góðu jafnvægi og á 36 mín. fekk Alexander Már fína sendinu inn fyrir vörn Fjölnis og setti boltan laglega í markið, 0-1.  Þannig var staðan í hálfleik og við bara fínir í þessum hálfleik, reyndum að halda boltanum og náðum að byggja upp ágætar sóknir þrátt fyrir að vera færri á vellinu.  Varnarlega vorum við að mestu góðir og Fjölnir fékk ekki nein færi að ráði.
Það var ljóst að síðari hálfleikur yrði okkur erfiður og það koma á daginn, við byrjuðum ekki vel og það var eitthvað fát á okkur.  Við héldum boltanum illa og það var pressa á okkur án þess þó að Fjölnir fengi góð færi.  Það var svo á 59 mín að dæmd var vítaspyrna á okkur fyrir afar litlar sakir að mér fannst. Bölvað aula víti.  Úr vítinu varð mark, staðan 1-1. En strax í kjölfarið fengum við á okkur annað mark, það var drullu flott mark en sennilega algjör grís?   Staðan eftir 60 mín 2-1.  Við vorum smá tíma að jafna okkur eftir þessa vondu byrjun en náðum að vinna okkur betur inn í leikinn án þess þó að skapa nein færi.  Við náðum að jafna á 82 mín. þegar Atli Fannar náði boltanum eftir misstök í vörn Fjölnis og smellti knettinum í netið, vel gert.  Það urðu úrslit leiksins 2-2.  Góð úrslit eftir að hafa spilað í færri í 72 mín. Það var margt jákvætt í leiknum, við hættum aldrei að berjast og uppskárum eftir því.  Þessi úrslit þíða að við erum úr leik á Reylajvíkurmótinu en Fjölnir fer áfram á betri markatölu.  Næsti leikur okkar er eftir c.a 2 vikur í deildarbikar gegn Stjörnunni, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!