fbpx
súpa vefur

80 FRAMarar mættu í súpuhádegi FRAM

Súpa IISúpufundurÍ dag héldum við FRAMarar súpufund númer fjögur þennan veturinn. Við erum alsælir með mætinguna en rúmlega 80 manns mættu í súpuna sem var sérlega góð og kjarnmikil.  Eins og alltaf var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Við erum enn að sjá ný andlit og það er frábært, þurfum að halda áfram að láta FRAMara vita og taka þá með á súpufund.
Það er von okkar að við sjáum alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 26. febrúar. Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að stækka hópinn. Ásmundur Arnarsson þjálfari mfl.ka í fótbolta mun mæta á þann fund og fræða okkur um stöðu flokksins.
Takk fyirr komuna og sjáumst í febrúar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!