Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í dag síðasta leik sinn á Reykjavíkurmótinu þegar þær mættu Þróttar stúlkum í Egilshöll. Það var ljóst fyrir þennan leik að við ættum ekki möguleika á því að ná inn í úrslit mótsins að þessu sinni en við áttum möguleika á því að taka 3 sætið í riðlinum með góðum úrslitum.
Við lékum ágætlega í þessum leik, hópurinn reyndar frekar þunnur eins og er, en það er svo sem ekki óþekkt á þessum tíma árs. Við byrjuðum leikinn ágætlega, vorum betri aðilinn í leiknum og fengum nokkur álitleg færi sem við nýttum ekki. Á 38 mín. náðum við loks að skora þegar Emelía Britt Einarsdóttir sendi boltann í netið af stuttu færi eftir misstök markvarðar Þróttar, vel afgreitt. Staðan í hálfleik, 0-1, góður hálfleikur hjá okkar konum og margt jákvætt í okkar leik.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekki nógu vel, við náðum ekki alveg takti í okkar leik, leikurinn samt í jafnvægi. Við fengum á okkur mark á 64 mín. eftir aukaspyrnu sem erfitt var að verjast. Leikurinn var svo jafn og spennandi það sem eftir lifði leiks, engin mörk litu dagsins ljós og lokatölur í dag 1-1. Leikurinn í dag ágætur, margt gott í okkar leik og ljóst að liðið er á góðu róli miðað við árstíma. Úrslitin í dag þýða að liðin eru jöfn í 3-4 sæti en við tökum 3 sætið á betri marka mun. Næsti leikur er ekki fyrr en 20.mars og þá í Lengjubikarnum, það er því góður tími til æfinga fram að þeim leik, fylgist með.
ÁFRAM FRAM