Strákarnir okkar í fótboltanum léku á sunnudag æfingaleik gegn Fjarðabyggð. Strákarnir í Fjarðabyggð voru í bæjarferð og því tilvalið að taka leik þrátt fyrir að það hafi verið ansi kalt í Safamýrinni á sunnudag. Leikurinn gekk vel, margir sem fengu að spreyta sig en lokatölur í leiknum 3-0 sigur. Fyrsta markið gerði Ingólfur Sigurðsson úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Helgi Guðjónsson var felldur innan teigs. Helgi Guðjóns sá svo sjálfur um að skora annað markið, vel gert en Helgi er fæddur árið 1999. Það var svo Kristján Atli Marteinsson sá um að setja þriðja mark okkar og 3-0 sigur staðreynd. Ágætur leikur við frekar erfiðar aðstæður.
Fyrir áhugasama þá er fyrirhugaður æfingaleikur gegn ÍA 20.feb í Úlfarsárdal en gæti breyst ef vallaraðstæður verða erfiðar. Nánar um það síðar.
ÁFRAM FRAM