fbpx
Garðar

Tap á Seltjarnarnesi í Olísdeild karla

Stefán gegn AkureyriStrákarnir okkar í handboltanum hófu aftur leik í Olísdeild karla eftir 6 vikna frí, þegar þeir mættu Gróttu á Seltjarnarnesi. Það var ekki vel mætt á nesinu í kvöld, frekar lítil stemming  og við FRAMarar oftast verið fleiri á pöllunum. Það voru óvenju margir Stjörnumenn á pöllunum og virtust þeir áhugasamir enda munu þeir mæta okkur á mánudag í 8 liða úrslitum Coka Cola bikarsins.
Leikurinn í dag byrjaði í raun ágætlega, við náðum fljótt forskoti sem við verðum að skrifa að hluta á Kristófer sem tók nokkar góða bolta í byrjun sem við nýttum vel sóknarlega.  Staðan eftir 10 mín. 2-5.  Við vorum mjög fljótir að tapa þessu forskoti niður og leikurinn jafnaðist á næstu mín.  Við náðum samt aftur að spýta aðeins í og staðan eftir 20 mín. 7-10.  Okkar leikur mjög gloppóttur varnarlega og mikið af feilum sóknarlega sem er ekki góð blanda.  Komumst samt sæmilega í gegnum þennan hálfleik en ekkert meira en það. Staðan í hálfleik 12-12.  Við hefðum átt að gera betur í þessum fyrri hluta, nýta færin betur og spila betri vörn, leikurinn samt skemmtilegur að mörguleiti,  góð tilþrif í leiknum.
Við byrjum síðari hálfleik illa, voru klaufar sóknarlega og ég held að andstæðingurinn hafi nánast skorað úr öllum sínum sóknum fyrstu 10 mín. hálfleiksins, varnarleikur okkar slakur.  Staðan eftir 40 mín. 19-16.  Ferlegt að byrja þetta svona.  Okkar leikur breyttist því miður lítið, við heldum áfram að spila illa sóknarlega, mikið að tæknifeilum, varnarleikurinn slakur og við lentum mest fimm mörkum undir.  Staðan eftir 50 mín.  24-21. Við lifnuðum aðeins við og náðum að gera gott áhlaup, minnkuðum muninn niður í eitt mark en náðum ekki að fylgja því eftir, til þess vantaði betri varnarleik.  Á þessum kafla vorum við að ná aðeins taki á þeim en héldum hreinlega ekki út varnarlega, gerðum okkur seka um vond misstök á ögur stundu, ferlega svekkjandi.  Þarna vantaði meiri vilja og geðveiki til að klára dæmið, ekkert annað. Við heldum svo í horfinu út leikinn og lokatölur í kvöld 28-25 tap.  Það vantaði meiri vilja í okkar leikmenn til að klára þennan leik, of margir leikmenn að spila undir getu.
Það er ljóst að við þurfum að spila mun betur í næsta leik sem er leikur um það hvort við fáum að fara í Höllina og spila í “final four”. Það sem menn sýndu í kvöld  mun ekki koma okkur þangað, ljóst að leikmenn verða að mæta algjörlega geðveikir í næsta leik og sýna úr hverju þeir eru gerðir.  Hvet alla FRAMarar til að mæta í Mýrina á mánudag og styðja strákana. Sjáumst í Mýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!