fbpx
FRAMfáni vefur

Sveinn H. Ragnarsson heiðursfélagi Fram er látinn

50 ár Skovbakken 020-2Sveinn Halldór Ragnarsson, heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram, lést aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2016, 88 ára. Sveinn, sem fæddist 25. júní 1927, var fæddur og uppalinn Framari – erfði Framgenið frá föður sínum, Ragnari Lárussyni, sem var formaður Fram 1939-1942 og síðar heiðursfélagi.

Sveinn var liðsmaður í sterku handknattleiksliði Fram sem tryggði félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn 1950. Hann var í sautján ár (1948-1965) þjálfari kvennaliða og yngri flokka kvenna og karla hjá Fram, með góðum árangri. Þá var hann liðsstjóri karlaliðs Fram í handknattleik sem varð fimm sinnum Íslandsmeistari á “Gullárunum” 1962-1968.

Sveinn, sem gengdi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Fram, sinnti félagsmálum mikið og sat í aðalstjórn Fram í 15 ár og einnig í stjórnum knattspyrnu- og handknattleiksdeilda félagsins í fjölmörg ár.

Sveinn var gerður heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram í 90 ára afmælishátíð félagsins 1998.

Fram þakkar Sveini fyrir vináttu og mikil störf fyrir félagið.
Syni hans og fjölskyldu eru sendar innilegar samúðarkveðjur.

Knattspyrnufélagið FRAM

Hér er slóð á myndir úr safni Jóa Kristins en Sveinn kom víða við í starfi félagsins. http://frammyndir.123.is/photoalbums/277039/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!