fbpx
Steinunn gegn stjörnunni II vefur

Góður FRAM sigur á Selfossi í dag

Ragnheiður gegn HKStelpurnar okkar í handboltanum skelltu sér á Selfoss í dag og tóku leik í Olísdeidinni. Það setti skemmtilegan svip á þennan leik hversu margir stuðningsmenn FRAM mættu á Selfoss í dag. Algjörlega til fyrirmyndar að eiga svona stuðningsmenn.
Leikurinn í dag var nokkuð kaflaskiptur, við byrjuðum ekki nógu vel og náðum okkur aldrei á strik varnarlega í fyrri hálfleik. Við eltum meira eða minna allan fyrri hálfleikinn og var leikur okkar ekki sannfærandi. Okkur gekk bærilega sóknarlega en vörn og markvarsla ekki ásættanleg enda staðan í hálfleik 17-16.  Ljóst að við yrðum að gera betur í síðari hálfleik ef ekki ætti illa að fara.
Stefán hefur greinilega farið vel yfir stöðuna í hálfleik því okkar stelpur mættu með allt annað hugarfar til síðari hálfleiks.  Vörnin small, Guðrún fór að verja  og sóknin sem hafði gengið ágætlega hélt áfram að skila mörkum. Við fengum á okkur 8 mörk í síðari hálfleiki og sigruðum leikinn nokkuð örugglega 25-30. Góður sigur á erfiðum útilvelli, Guðrún var góð í markinu með yfir 20 bolta varða, Ragnheiður setti 9 mörk og Steinunn sett sennilega 7 mörk.
Næsti leikur er á þriðjudag í Coka Cola bikarnum en þá mætum við Fylki í Árbænum.  Við verðum að fjölmenna á þann leik og styðja stelpurnar í Höllina.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email