fbpx
Ragnheiður gegn KA vefur

FRAM stelpur úr leik í Coka Cola bikarnum

Ragnheiður gegn HKStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld miklvægan leik í 8 liða úrslitum Coka Cola bikarsins þegar þær mættu Fylki í Árbænum. Eins og í gær var sæti í undanúrslitum í boði “final four” í Laugardalshöll, ekki leiðinlegt að fá að taka þátt í þeirri skemmtun.  Það var vel mætt í litla húsið í Árbænum, þó ekki væri um mikin fjölda að ræða þá var þétt setið og ágæt stemming í húsinu.
Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, liðin skiptust á að skora og jafnt á flestum tölum, við þó aðeins að elta.  Fylkir náði tveggja marka forrustu en við náðum að vinna  það upp og áttum möguleika á því að komast yfir undir lokin en staðan í hálfleik, 10-10. Sigurbjörg var frísk í okkar leik, Ragnheiður með sín mörk en aðrir ekki að leika vel. Það var því nokkurð ljóst í hálfleik að það lið sem myndi berjast, leggja líf og sál í leikinn myndi vinna.  Það einhvern veginn blasti við, þessir bikarleikir eru bara þannig leikir.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn eins og við værum ekki með fulla einbeitingu,  unnum boltann í þremur fyrstu sóknum án þess þó að koma skoti á mark andstæðinganna. Vörin að vinna ágætlega þessar fyrstu mín. leiksins.  Það átt því miður eftir að breytast, andstæðingurinn spilaði hægan og mjög fyrir sjáanlegan leik en við réðum samt ekki við þær.  Þær sölluðu á okkur mörkum og við í vandræðum sóknarlega.  Við lentum fljótlega 3-4 mörkum undir og náðum þeim aldrei eftir það, við gerðum tvö alvöru  áhlaup í hálfleiknum en náðum aldrei að jafna leikinn.  Sóknarleikur okkar var ekki góður, markvarslan slök, skelfilegt að sjá markmenn aftur og aftur komna í vitlaust horn.  Varnarleikur okkar var mjög köflóttur og því miður klikkuðum við mjög oft þegar mest á reyndi, oft mjög klaufalegt. Það vantaði alla alvöru baráttu og gleði í okkar leik, svolítð eins og í leiknum í gær.  Það kom á daginn að það lið sem lagði meira á sig vann þennan leik og lokatölur í leiknum 22-19.
Hrikalega fúlt að tapa þessum leik, alls ekki hægt að venjast því að tapa svona leikjum kvöld eftir kvöld, sér í lagi þegar svona mikið er í húfi.  Hreint furðulegt að vilji leikmanna okkar sé ekki meiri en þetta, við áttu ekkert skilið úr þessum leik og uppskárum í samræmi við okkar framlag.
Ragnheiður var allt í öllu í okkar sóknarleik setti 10 mörk, sigurbjörg var góð í fyrri hálfleik en aðrir áttu hreinlega ekki góðan leik.  Við þurfum að gera betur en þetta í næsta leik gegn UMFA á sunnudag, veit að við getum það auðveldlega en þurfum að sýna það á vellinum.  Sjáumst á sunnudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0