fbpx
ÓLi gegn ir

Tap gegn UMFA í Olísdeild karla.

Arnar Freyr gegn AkureyriÉg skellti mér í Mósó í kvöld til að fylgjast með strákunum í handboltanum leika gegn UMFA í Olísdeildinni. Vikan er búin að vera erfið, margir tapleikir í þessari viku og pínu þungt að drífa sig afstað. Það var ágætlega mætt af okkar fólki en ekki mikil stemming í mannskapnum sem er pínu skiljanlegt.
Við byrjuðum ekki vel í kvöld og ekki hjálpaði til að vera tvisvar færri á fyrstu mín. leiksins, dómarar leiksins að stimpla sig inn með stæl.  Við lentum strax undir, staðan eftir 10 mín. 5-2.  Erfitt að byrja svona, auk þess vorum við að flýta okkur um oft og mér fannst við ekki vera að spila eftir okkar skipulagi.  Við erum stöðugt að taka fyrsta möguleika sem er oftast sá sísti sem bíðst.  Varnarlega er við dálítð eins, rjúkum út úr skipulaginu án þess að klára okkar mann eða hreinlega gleymum okkur. Mjög pirrandi að horfa á okkur spila núna.  Við héldum okkur samt inni í leiknum, staðan eftir 20 mín. 10-7.  Hálfleikurinn kláraðist á sömu nótum við ekki að spila vel. Staðan í hálfleik 14-10.  Ekki margt jákvætt í þessum hálfleik nema kannski Kristó hann tók nokkra góða bolta.
Við mættum ágætlega stemmdir eftir hlé, pínu meiri fókus í mannskapnum, við náðum að minnka muninn í 2 mörk en of margir tæknifeilar komu í veg fyrir að við gætum nálgast þá meira. Staðan eftir 40 mín. 18-16. Við gerðum fína atlögu að því að jafna leikinn á næstu mínútum en og aftur fórum við illa með góð færi. Munurinn eitt mark eftir 45 mín. en misstum þá enn og aftur fram úr okkur, staðan eftir 50 mín. 23-20.  Við áttum aftur möguleika á því að komast inn í leikinn á næstu mín. en fórum illa að ráði okkar og það kom að því að við misstum tökin. Við töpuðum þessu leik nokkuð sannrærandi, 29-24. Það voru batamerki í síðari hálfleik en við sjálfum okkur verstir þegar á reyndi sem er hrikalega svekkjandi.  Menn verða bara að fara að vanda sig og fylgja skipulagi í einu og öllu, við ráðum ekkert við annað eins og er.   Dómarar leikisins voru slakir að venju, hafa enga tilfinningu fyrir handbolta, þar af leiðandi verða þeir aldrei góðir í þessum leik og niðurstaðan oft skrautleg.  Við verðum samt að taka þetta tap algjörlega á okkur, það er enginn sem gerir þetta fyrir okkur, það eru við sem berum ábyrgð því sem við framkvæmum á vellinum. Það er vika í næsta leik sem verður á heimavelli, þá verða menn að mæta 100% til leiks, leggja allt í þann leik þá verðum niðurstaðan góð.
Drengir nú er komið að ykkur að mæta til leiks. Við FRAMarar ætlum að fjölmenna og styðja ykkur.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0