fbpx
Óli ægir vefur

Jafnt á heimavelli í Olísdeild karla

Siggi ÞorsteinsStrákarnir okkar í handboltanum mættu í kvöld Víkingi í Olísdeildinni, leikið var á heimavelli í Safamýrinni. Það var slök mæting á leikinn og lítil stemming.  Strákarnir í 6. fl. voru samt mættir og gerðu það sem þeir gátu til að rífa mannskapinn áfram sem var bara ansi erfitt í kvöld.
Leikurinn byrjaði ágætlega, jafnt til að byrja með en síðan tókum við völdin á vellinum, voru yfir 6-2 og 7-4.  Við misstum síðan hausin, fórum illa með mörg góð færi og hleyftum þeim aftur inn í leikinn.   Víkingar náðu að jafna leikinn í 7-7 en þá tókum við smá kipp settum fjögur mörk og staðan í hálfleik 11-7.  Margt ágætt í þessum hálfleik, vörnin góð að mestu en við fórum illa með mörg góð færi sem við verðum að laga.  Magnað að sjá okkur ekki nýta það að skora þegar enginn  var í markinu, Víkingar voru með 7 leikmenn í sókn en við unnum af þeim boltann í 3-4 skipti, kveiktum samt ekki á því að sækja hratt og nýta okkur þessa stöðu, við hreinlega úti á þekju.
Síðari hálfleikur byrjaði illa, við einum færri til að byrja með og varnarlega ekki mættir. Við vorum fljótir að glutra niður forskotinu og leikurinn jafn, það endaði þannig að við lentum undir og þegar lítið var eftir vorum við þremur mörkum undir 19-22, útlitið ekki gott.  Við fórum með urmul af góðum færum á þessum kafla, Magnús Gunnar Erlendsson tók mörg dauðafæri sem verður líka að skrifa á einbeitingarleysi leikmanna.  Við náðum svo með seiglu að jafna leikinn undir lokin og verðum að vera sáttir við að ná einu stigi út úr þessum leik.  Lokatölur í kvöld 24-24.  Ferlegt að sjá hvernig leikmenn fóru með þennan leik, óþolandi að sjá leikmenn missa svona hausinn því möguleikarnir voru til staðar allan leikinn. Við fórum illa að ráði okkar í kvöld og verðum að vera ósáttir við hvernig við spiluðum úr okkar málum.  Það sem ég hef áhyggjur af er framlag þeirra sem koma inn af bekknum,  það þarf að vera meira. Vörnin góð í fyrri hálfleik en stóð sig illa í þeim síðari, markvarslan var ekki góð í þessum leik, sóknarleikurinn oft ágætur en eins og áður sagði fórum illa að ráði okkar þeim megin á vellinum.  Tökum stigið og verðum að vera sáttir við það. Næsti leikur er ekki fyrr en 3.mars og þá í Vestmannaeyjum, þurfum að mæta betur einbeittir í þann leik, það er ljóst.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email