fbpx
ragnheiður gegn Fjölnir vefur

Glæsilegur sigur í Olísdeild kvenna

Ásta gegn FjölniStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag á heimavelli gegn ÍR í Olísdeildinni.   ÍR liðið hefur verið í mikilli sókn upp á síðkastið og gaman að sjá hvernig liðið hefur dafnað í vetur. Það var ekki sérlega vel mætt í FRAMhúsið í dag,  þurfum að gera betur en þetta.
Leikurinn byrjaði ekkert sérlega vel og það má segja að við höfum bara ekki spilað vel í fyrri hálfleik. Leikurinn jafn fyrstu 10 mín. en við með undirtökin, staðan 6-4.  Leikurinn var bara ekki góður, við að gera mikið af tækni feilum og vörnin hálf sofandi á köflum.  Fengum mikið af möguleikum sóknarlega en nýttum þá illa.  Staðan eftir 20 mín. 10-7.  Stefán að prufa að leika með 7 leikmenn í sókn sem var áhugavert. Okkar leikur lagaðist ekki það sem eftir lifði hálfleiks, frekar klaufalegt hjá okkar stúlkum.  Staðan í hálfleik 14-11, ÍR klúðraði þremur vítaköstum í fyrri hálfleik sem segir allt sem segja þarf.  Ljóst að við þyrftum bara að laga okkar leik til að klára leikinn, við  betri á öllum sviðum handboltans.
Síðari hálfleikur var allt annar leikur, Stefán hefur farið vel yfir málin og kveikt í stelpunum.  Við lokuðum vörninn og þá er eftirleikurinn í raun auðveldur, við settum mörg mörk eftir góðan varnarleik og breyttum stöðunni úr 14-11 í 25-15 eftir 50 mín. Fengum á okkur 4 mörk á fyrstu 20 mín. seinni hálfleiks og allt annað að sjá til liðsins.  Við kláruðum svo leikinn sem stíl, lokatölur 30-18.  ÍR stelpur gerður 7 mörk í hálfleiknum sem sýnir okkar hvað við getum gert varnarlega þegar við leikum af fullum krafti.  Hálfleikarnir voru eins og svart og hvítt, sá síðari mun skemmtilegri.  Við þurfum að mæta af fullum krafti í alla leiki þá eru okkur allir leikir færir, andstæðingurinn í dag klárlega slakari en við og þessi sigur svo sem aldrei í hættu.  Flottur sigur og við sýndum klærnar í síðari hálfleik, vel gert stelpur. Næsti leikur er 2. mars gegn Stjörnunni í Garðabæ, það verður hörkuleikur, sjáumst í Mýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email