fbpx
Sigurður gegn ir vefur

Tap á heimavelli í Olísdeild karla

Stefan Darri gegn ir.Elías gegn írStrákarnir okkar í handboltanum fengu ÍR í heimsókn í Safamýrina i í kvöld. Það var hrikalega illa mætt í FRAMhúsið og ef ekki hefði verið fyrir strákana í 6. flokki þá var stemmingin lítil í húsinu.  Við verðum að gera betur en þetta og styðja okkar fólk, jafnt þegar illa gegnum og alls ekki síður þá, þegar við þurfum á ykkur að halda.
Við byrjuðum leikinn í kvöld frekar illa, mér fannst vanta upp á stemminguna í liðinu, íR byrjaði á því að spila með 7 í sókninni og við réðum illa við það í byrjun.  Eins og við værum ekki undir það búnir sem er eitthvað sem þarf að laga.  Staðan eftir 10 mín. 5-6. Ljóst að við yrðum að gera betur varnarlega ef ekki ætti  að fara illa.  Við náðum að laga okkar leik, náðum okkur ágætlega á strik, jöfnuðum  leikinn í 8-8 en fórum samt illa að ráði okkar sóknarlega. Vorum klaufar og að reyna alltof flókna hluti í sókninni, reyndum sennilega 5-6  vondar sendingar inn á línu í hálfleiknum þar sem við töpuðum boltanum.  Staðan eftir 20 mín. 9-9.  Við gerðum okkur seka um mörg vond tækni misstök það sem eftir lifði hálfleiks en náðum samt að halda í við Breiðholts-drengina, staðan í hálfleik 11-12.  Ljóst að við þyrftum að gera betur, við bara einu marki undir þrátt fyrir að leika illa, því var þetta algjörlega í okkar höndum.
Síðari hálfleikur byrjaði þokkalega við að skora en vörnin hélt ekki og við fengum alltaf á okkur mark í bakið, mjög pirrandi.  Staðan eftir 40 mín. 15-16.
Dómarar leiksins komu þarna inn með ömurlega frammistöðu, fyrst ráku þeir Stefán Darra útaf, fyrir að ýta við leikmanni í uppstökki, réttlætanlegt en þeir dæmdu ekkert þegar hann skaut en þar sem hann meiddi sig þá ráku þeir hann útaf eftir að hafa spjallað sama. Rétt á eftir skaut Toggi á markið og var sannarlega slegin hraustlega í andlitið, hitti auðvitað ekki marki og ekkert dæmt. Dómara spjölluðu lengi saman og komust að þeirri niðurstöðu að þér gætu ekki dæmt á það sem þeir ekki sáu.  Þarna er ósamræmið algjört.  Þeir sáu hitt brotið ekki heldur og þá var niðurstaðan önnur. Seinna brotið var mun grófara og sami leikmaður hafði gerst sekur um að slá leikmenn í tvígang í fyrri hálfleik og komist upp með það. Hreinlega óásættanleg  frammistaða dómara leiksins.
Það má eiginlega segja að þarna hafi skilið á milli í leiknum, við misstum aðeins hausinn að mér fannst og  misstum þá fjögur mörk fram úr okkur.   Við fórum illa með okkar færi og gerðum mikið af misstökum.  Staðan eftir 50 mín. 19-21. Við jöfnuðum leikinn en  vorum klaufar að gera ekki betur. Við fengum ekkert  út úr þessum leik, þrátt fyrir að eiga möguleika á því allan leikinn til þess lékum við ekki nógu vel.  Lokatölur 22-24.
Ferlegt að tapa svona leik, við lékum illa en þrátt fyrir það áttum við möguleika. Það vantaði bæði Arnar Frey og Ólaf Ægi báðir meiddir og auðvitað munar um svona leikmenn.  Dómarar leiksins sem eru að mínu mati efnilegir voru mjög slakir.   Varnarleikur okkar var slakur, við dettum alltaf út þegar á reynir, eitthvað sem þarf að berja í menn að klára og  klára sig maður á mann.  Okkar markmenn þurfa að gera betur en í kvöld, sóknarlega vorum við þokkalegir,  en enn og aftur þurfum við að nýta möguleika okkar betur og fylgja skipulaginu, hætta þessu hnoði.  Gott að sjá Elías á vellinum og Sigurður sýndi  sitt rétta andlit í síðari hálfleik, við þurfum á þeim að halda núna.
Við getum ekkert verið að velta þessu mikið fyrir okkur, við spilum  3 leiki á einni viku, næsti leikur gegn FH í Safamýrinni á mánudag og svo Haukar á fimmtudag eftir viku.,
Nú verða allir að mæta og styðja strákana þeir þurfa á okkur að halda núna.  Upp með hausinn strákar, FRAMarar sjáumst á mánudag, þá meina ég allir FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum á http://frammyndir.123.is/photoalbums/277569/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email