fbpx
god-vefur

FRAM sigur í bikarnum eftir hörkuleik

fram-skinandi-og-fram-rvk-meist-027Framarar mættu til leiks gegn toppliði 1. deildar, Fjölni, í 32-liða úrslitum bikars í dag. Úti var veðrið gráslyppulegt en inni í höllinni var heitt og fínt.
Leikurinn byrjaði með látum, mikið skorað og allt stefndi í hörkuleik. Jafnræði var með liðunum allan hálfleikinn og hvorugt lið með frumkvæði en okkar menn með helling af töpuðum boltum og margir hverjir ekki að ná sér á strik nema Viktor í markinu sem hélt okkur inni í leiknum. Staðan í hálfleik 14:13 fyrir Fjölni sem náðu að refsa okkur með hraðaupphlaupum trekk í trekk.
Í seinni hálfleik var meiri stemning í liðinu og strákarnir byrjuðu að spila meira saman, fækkuðu lélegum sendingum og vörnin varð þéttari. Við uppskárum eftir því og strax um miðjan seinni hálfleik höfðum við náð 4 marka forskoti 18:22.
Fjölnismenn voru þó ekki hættir og okkar menn duttu niður á hælana og hleyptu þeim inn í leikinn aftur í stað þess að slíta sig alveg frá þeim.
Úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútum leiksins og náðu okkar menn með seiglu og karakter að klára leikinn og góður sigur í höfn 27:28.
Ef ekki hefði verið fyrir Viktor Gísla í markinu sem fór hamförum og varði 24 bolta og frábæran leik Andra Þórs, markahæstur í dag með 10 mörk, hefðu úrslitin verið önnur.
Góður sigur í dag hjá okkar mönnum og við komin í 16-liða úrslit í bikarnum og stefnan sett á höllina.

Næsti leikur er á fimmtudaginn í deildinni gegn Stjörnunni á okkar heimavelli. Sjáumst þá.

Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!