Stelpurnar okkar í 3. fl. kvenna léku á Reykjavíkurmótinu í handbolta um helgina. Liðið lék 4 leiki og stelpurnar unnu þá alla nokkuð sannfærandi. Það þýddi að stelpurnar eru Reykjavíkurmeistarar í handbolta 2017.
Mjög flottur og öflugur hópur sem við eigum og það verður spennandi að fylgjast með þessum stelpum í vetur.
Til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM