Knattspyrnufélagið Fram óskar eftir að ráða bókara á skrifstofu félagsins.
Um 50% starfshlutfall er að ræða.
Starfslýsing:
• Færsla bókhalds
• Launavinnsla
• Afstemmingar og frágangur á bókhaldi til uppgjörs
• Aðstoð við innri úttektir og eftirlit
• Innkaup á rekstrarvörum
Hæfniskröfur :
• Víðtæk reynsla af bókhaldi og launavinnslu
• Góð almenn tölvukunnátta
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn rafrænt ásamt starfsferilsskrá til framkvæmdastjóra Fram ludvik@fram.is fyrir mánudaginn 30. október, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið.
Knattspyrnufélagið FRAM