Knattspyrnufélagið Fram óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu félagsins.
Um 100% starfshlutfall er að ræða en launakjör að hluta til byggð á árangursþóknun.
Starfslýsing:
• Verkefnastjórnun fyrir deildir félagsins
• Samningagerð
• Markaðssetning og skipulag auglýsinga og styrktar mála
• Aðstoð við skipulagningu á íþróttastarfi
• Innheimta og aðstoð við æfingagjöld
• Almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur :
• Menntun sem nýtist í starfi
• Rekstrarþekking
• Reynsla og þekking úr íþróttastarfi
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn rafrænt ásamt starfsferilsskrá til framkvæmdastjóra Fram ludvik@fram.is fyrir mánudaginn 30. október, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið.
Knattspyrnufélagið FRAM