fbpx
Matti

Góður sigur á heimavelli í Olísdeild karla

Við FRAMarar mættum Gróttu á heimavelli í Olísdeild karla í kvöld.  Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið því fyrirfram eru þessi lið á svipuðum slóðum og þurfa að berjast fyrir öllum stigum.  Gríðarlega miklvægt að vinna innbyrðisleikina það gæti skipt sköpum þegar upp er staðið í vor. þokkalega mætt þrátt fyrir erfiðan tíma, svona seint á sunnudagskveldi.
Við byrjuðum þokkalega en vorum í smá vandræðum með að ná takti í okkar leik, okkur gekk illa að skora og varnarlega vorum við pínu sundurlausir, samt engin vandræði.  Við náðum ekki að jafna leikinn fyrr en eftir 15 mín. í stöðunni 6-6.  Þá tókum við frumkvæðið og voru yfir meira eða minna það sem eftir lifði hálfleiks.  Náðum mest þriggja marka forrustu og fengum möguleika á því að bæta við, hefðum átt að nýta sóknir okkar betur. Staðan í hálfleik 13-13.
Við hreinlega klaufar að vera ekki yfir í hálfleik, Matthías að spila mjög vel í fyrri hálfleik.
Við mættum vel stemmdir til síðar hálfleiksins, Arnar Birkir var allavega mættur því drengurinn fór á kostum og þrumaði inn nokkrum boltum í röð á þessu kafla auk þess sem vörnin stóð vel og Viktor að verja. Staðan eftir 40 mín. 20-16.
Við heldum þessum fjórum mörkum næstu 10 mín. vorum að spila vel, yfirvegun í okkar leik og við stýrðum leiknum algjörlega.  Staðan eftir 50 mín. 24-20.
Það kom smá hikst í okkur en ekkert  til að hafa áhyggjur af og við kláruðum leikinn nokkuð sannfærandi. Lokatölur 28-24.
Strákarnir voru flottir í kvöld, barátta í liðinu frá fyrstu mínútu, allir að leggja sig fram og allir lögðu í púkkið.  Guðmundur tók svían úr umferð frá fyrstu mínútum og mér fannst það virka vel, gaurinn gerði reyndar fullt af mörkum en flest úr vítum,  aðrir voru ekki að finna sig og þetta truflaði þeirra leik.  Matti var góður sérstaklega í fyrri hálfeik, Arnar Birkir frábær í þeim síðar og svo komu aðrir leikmenn inn með góð mörk þegar á reyndi. Varnarleikur okkar að mestu góður og Viktor átti fínan leik.
Þetta var svona liðs sigur og bara gaman að fylgjast með strákunum.
Vel gert FRAMarar.

Næsti leikur er eftir slétta viku gegn Víkingi,  það verður upp á lífa og dauða.  Sjáumst í Víkinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email