fbpx
Valur -fram mfl

Tap að Hlíðarenda í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum léku að Hlíðarenda í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í Olísadeildinni.  Smá forföll í okkar liði, Siggi Þorsteins í banni, ósanngjarnt!  Erfitt fyrir okkur að vera án  Sigga sér í lagi þegar Þorsteinn Gauti eru enn frá.  Óvissa með Þorstein Gauta en Þorgeir fór í aðgerð á hné í vikunni og verður sennilega að horfa á okkur þennan veturinn. Það kemur alltaf maður í manns stað og fín stemmingi í okkar hópi.

Leikurinn byrjaði rólega, fyrsta markið kom á 4 mín. leiksins, smá spenna og klaufagangur.  Við spiluðum ekki nógu vel varnarlega næstu 16 mínútur, fengum á okkur 15 mörk sem óásættanlegt, Vorum  að spila ágætlega sóknarlega, ekki alslæmt að skora 10 mörk á þessum fyrstu 20 mín. leiksins.  Vorum að finna línuna vel og Valdi að setja nokkur mörk.  Við kláruðum svo hálfleikinn vel, náðum að loka aðeins á þá varnarlega og settum nokkur fín mörk.
Staðan í hálfleik 17-15.
Mér fannst við vera að ná aðeins tökum á þeim, margir að leggja í púkkið sóknarlega sem var gott.

Síðari hálfleikur byrjaði því miður ekki vel og mér finnst eins og við höfum í raun tapað leiknum á fyrstu 10 mín. seinni hálfleiks. Varnarlega voru við ekki góður, lákum alltaf mörkum, markvarslan engin og sóknarleg vorum við klaufar. Staðan eftir rúmar 40 mín.  25-19.
Við vorum að fara illa með góð færi og bara ekki sannfærandi.  Við hættum samt aldrei og það var fín barátta í liðinu allir að leggja sig fram sem var mjög jákvætt.
Við náðum samt ekki að minnka þennan mun neitt á næstu mínútum fórum illa með góð færi og héldum áfram að leka mörkum.  Vorum bara ekki að spila nógu vel. Staðan eftir 50 mín. 30-25.

Það sem var gríðarlega jákvætt við þennan leik, var að við hættum aldrei og við gerðum góða atlögu að því að ná í stig.  Við vorum bara klaufar að ná ekki að gera þennan leik spennandi, við fengum að mig minnir allavega 4 sóknir til að minnka muninn í 2 mörk, náðum því reyndar að lokum þegar 5 mín. voru eftir en þá fórum við illa að ráði okkar og nýttum ekki færin.  Pínu svekkjandi en erfitt að vera alltaf að elta og rembast.
Lokatölur í kvöld 34-30.

Okkar lykil leikmenn voru ekki að spila sinn besta leik, Arnar Birkir fínn en við reiknum með meiru , Viktor ekki að ná sér á strik enda varnarleikurinn ekki góður, Andri að klikka úr góðum færum sem hann þarf að laga.  Matti var góður og lagði sig 100% í verkefnið, Valdi var að spila vel og fékk úr miklu að moða í dag.  Lúðvík sem fékk að spila mikið í dag, stóð sig vel, mér finnst þessi strákur geta miklu meira og hann þarf að láta reyna meira á eigin getu, ef trölla trú á þessum dreng.  Guðjón kom frískur inn en þarf að fá lengri tíma hef líka trú á þeim dreng. Svanur fínn og Bjartur virkilega flottur í dag.  Valtýr kom svo inn í lokinn og hefði sennilega átt að koma inn fyrr, var fínn í dag.
Margt jákvætt en við náðum aldrei fullum takti sem lið og því fór sem fór, við erum alls ekki langt frá þessum toppliðum, það er bara staðreynd sem við þurfum að trúa á.

Næsti leikur er algjör lykilleikur ef við ætlum að vera í efri hlutanum í þessari deild, ÍR á heimavelli og þar þurfum við að mæta algjörlega klárir.  Sjáumst á sunnudag í FRAMhúsi.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email