fbpx
Jasmine vefur

FRAMarar stóður sig vel á fyrsta bikarmóti vetrarins í Taekwondo

Um síðastliðna helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins á vegum Taekwondosambands Íslands. Mótið var haldið í Varmá í Mosfellsbæ og skiptist þannig að á laugardeginum var keppt í tækni og í bardaga á sunnudeginum.
Að þessu sinni átti Fram þrjá fulltrúa í keppni í tækni sem samtals unnu þrenn gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í hörku spennandi keppni. Þess má einnig geta að þetta er í fyrsta sinn sem iðkendur í barnaflokki vinna til gullverðlauna í tækni.

Anna Jasmine vann bæði gull í sínum flokki og endurtók svo leikinn í parakeppni með Lúkasi Tuma sem vann brons í drengjaflokknum.

Á sunnudeginum átti Fram svo fimm keppendur sem allir sýndu flotta takta, börðust fram á síðustu stundu og unnu samtals þrjú brons og tvö gull fyrir félagið.

Dominik hlaut gullverðlaun eftir hörku bardaga við sterkan andstæðing úr Aftureldingu og Anna Jasmine sýndi frábæra takta í sínum bardögum er hún tryggði sér enn eitt gullið fyrir Fram.

Anna Jasmine var sú eina að þessu sinni sem keppti bæði í tækni og bardaga og náði hún þeim frábæra árangri að sigra allar sínar greinar og kemur því undan helginni sem þrefaldur gullverðaunahafi í taekwondo og er án efa Framari mótsins.

Til hamingju öll með frábæran árangur

ÁFRAM  FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!