Geir Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands og Einar Guðmundsson umsjónarmaður afreksstarfs HSÍ hafa valið 22 leikmenn til æfinga helgina 1 – 3. desember.
Um er að ræða afrekshóps Íslands karla en ætlunin er að kalla svona hópa saman til æfinga reglulega í vetur. Æfingar eru undir stjórn Einars Guðmundssonar.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í hópnum að þessu sinni en Viktor Gísli Hallgrímasson var valinn frá FRAM.
Viktor Gísli Hallgrímsson FRAM
Gangi þér vel Viktor Gísli.
ÁFRAM FRAM