Við FRAMarar héldum í dag þriðja og síðasta súpufund ársins. Mætingin í dag var góð en okkur telst til að mættir í dag hafi verið tæplega 70 mann eins og síðast. Súpan sérstaklega góð, allir alsælir með súpuna og á því að súpumeistarinn sé hinn mesti snillingur í sínu fagi.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMara á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Ég verð bara að segja að þessir súpufundir eru gríðarlega vel heppnuð uppákoma, þökk sé Herði okkar heitnum „Castró“.
Það er von okkar að sjá alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður á nýju ári, föstudaginn 27. janúar 2018.
Það verður súpufrí í desember en 30. des. ætlum við að bjóða ykkur öllum í veislu þar sem við veljum íþróttamann og konu FRAM fyrir árið 2017. Þar eru allir velkomnir.
Hvetjum alla FRAMara til að mæta 30 .des. og muna svo eftir súpunni á nýju ári.
Takk fyrir samveruna í dag.
ÁFRAM FRAM